Kylian Mbappa er launahæsti íþróttamaður í heimi sem er undir 25 ára. Frá þessu er greint í nýjum lista sem birtur var í dag.
Mbappe þénar 120 milljónir dollara á ári samkvæmt lista Forbes en hann er á mála hjá PSG í Frakklandi.
Einn annar knattspyrnumaður er á lista yfir fimm launahæstu íþróttamennina undir 25 ára aldur. Það er Erling Haaland framherji Manchester City.
Haaland er þó aðeins með 52 milljónir dollara í árslaun sem er ekki mikið við það sem Mbappe tekur heim í París.
Fimm launahæstu undir 25 ára aldur:
5.Luka Doncic (NBA) – $47.2 million
4.Erling Haaland (Fótbolti) – $52 million
3.Max Verstappen (Formúla 1) – $64 million
2.Kyler Murray (NFL) – $70.5 million
1.Kylian Mbappe (Fótbolti) – $120 million