Mason Greenwood er að mæta aftur í Football Manager leikinn vinsæla, endurkoma hans á fótboltavöllinn hefur vakið mikla athygli.
Þessi 21 árs gamli framherji hefur ekki spilað fótbolta í átján mánuði.
Var Greenwood handtekinn og grunaður um gróft ofbeldi í nánu sambandi, málið var fellt niður hjá lögreglu eftir að vitni breyttu framburði sínum.
Manchester United vill ekki spila Greenwood eins og staðan er í dag en félagið lánaði hann til Getafe.
Með því hefur Football Manager ákveðið að setja Greenwood aftur inn í leikinn en milljónir manna spila leikinn vinsæla út um allan heim.