fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

„Ég gæfi fyrirliðabandið frá mér til að hafa fyrirliðann hérna“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 7. september 2023 12:30

Jóhann Berg. Mynd KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands vonast eftir því að sóknarleikur liðsins verði betri en áður gegn Lúxemborg á morgun. Verður þetta þriðji leikur liðsins undir stjórn Hareide.

Íslenska liðið fór illa með færin í fyrstu tveimur leikjunum gegn Portúgal og Slóvakíu en Hareide vonar að það lagist.

Landsliðið verður án Arons Einars Gunnarssonar á morgun en hann er frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í júní þegar landsliðið var saman.

Í fjarveru Arons er það Jóhann Berg Guðmundsson sem ber fyrirliðabandið, hann myndi glaður gefa bandið frá sér til að hafa Aron með.

„Klárlega, ég væri til í að hafa hann hérna og hafa hann á miðjunni. Hann talar mikið og gefur liðinu sjálfstraust,“ sagði Jóhann Berg á blaðamannafundi í dag.

„Ég gæfi fyrirliðabandið frá mér til að hafa fyrirliðann hérna, vonandi jafnar hann sig af þessum meiðslum og kemur sem fyrst inn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Borguðu 85 milljónir en vonast til að fá 35 milljónir í dag

Borguðu 85 milljónir en vonast til að fá 35 milljónir í dag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“
433Sport
Í gær

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Í gær

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum