Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands vonast eftir því að sóknarleikur liðsins verði betri en áður gegn Lúxemborg á morgun. Verður þetta þriðji leikur liðsins undir stjórn Hareide.
Íslenska liðið fór illa með færin í fyrstu tveimur leikjunum gegn Portúgal og Slóvakíu en Hareide vonar að það lagist.
Landsliðið verður án Arons Einars Gunnarssonar á morgun en hann er frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í júní þegar landsliðið var saman.
Í fjarveru Arons er það Jóhann Berg Guðmundsson sem ber fyrirliðabandið, hann myndi glaður gefa bandið frá sér til að hafa Aron með.
„Klárlega, ég væri til í að hafa hann hérna og hafa hann á miðjunni. Hann talar mikið og gefur liðinu sjálfstraust,“ sagði Jóhann Berg á blaðamannafundi í dag.
„Ég gæfi fyrirliðabandið frá mér til að hafa fyrirliðann hérna, vonandi jafnar hann sig af þessum meiðslum og kemur sem fyrst inn.