fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Adam og Jón Dagur lentu í lygilegri reynslu í London – „Strákar, hann er að elta okkur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. september 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals, segir skemmtilega sögu af honum og Jóni Degi Þorsteinssyni landsliðsmanni í hlaðvarpinu Tveir á tvo. Þar rifjar hann upp þegar þeir félagar voru eltir í London.

Hinn 24 ára gamli Jón Dagur er í dag á mála hjá Leuven í Belgíu en árið 2018 var hann hjá Fulham í enska boltanum. Adam, sem er auðvitað leikmaður Vals í dag, heimsótti Jón Dag reglulega til London.

Hann segir í þættinum þegar þeir félagar fóru í spilavíti þar í borg.

„Það gekk ansi vel eitt kvöldið. Jón Dagur var sjóðandi heitur en það var einn sem var að spila við hliðina á okkur sem gekk hræðilega illa. Við tókum út peninginn, sem var slatti,“ segir Adam.

Við tók skrautleg atburðarrás.

„Á leiðinni út sjáum við manninn sem var að spila með okkur á borði elta okkur. Við vorum bara að pæla í hvað væri í gangi. Við fórum á McDonalds og þá var hann allt í einu þar líka. Ég segi bara: „Strákar, hann er að elta okkur.“ Hann sá náttúrulega hvað við tókum mikið út.“

Félagarnir redduðu sér þó úr þessu.

„Þetta endaði þannig að við komum okkur í Uber og fórum heim.

Daginn eftir hvarf þessi peningur á mettíma. Þetta var oftast þannig,“ segir Adam léttur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Borguðu 85 milljónir en vonast til að fá 35 milljónir í dag

Borguðu 85 milljónir en vonast til að fá 35 milljónir í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“
433Sport
Í gær

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Í gær

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum