fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Adam og Jón Dagur lentu í lygilegri reynslu í London – „Strákar, hann er að elta okkur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. september 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals, segir skemmtilega sögu af honum og Jóni Degi Þorsteinssyni landsliðsmanni í hlaðvarpinu Tveir á tvo. Þar rifjar hann upp þegar þeir félagar voru eltir í London.

Hinn 24 ára gamli Jón Dagur er í dag á mála hjá Leuven í Belgíu en árið 2018 var hann hjá Fulham í enska boltanum. Adam, sem er auðvitað leikmaður Vals í dag, heimsótti Jón Dag reglulega til London.

Hann segir í þættinum þegar þeir félagar fóru í spilavíti þar í borg.

„Það gekk ansi vel eitt kvöldið. Jón Dagur var sjóðandi heitur en það var einn sem var að spila við hliðina á okkur sem gekk hræðilega illa. Við tókum út peninginn, sem var slatti,“ segir Adam.

Við tók skrautleg atburðarrás.

„Á leiðinni út sjáum við manninn sem var að spila með okkur á borði elta okkur. Við vorum bara að pæla í hvað væri í gangi. Við fórum á McDonalds og þá var hann allt í einu þar líka. Ég segi bara: „Strákar, hann er að elta okkur.“ Hann sá náttúrulega hvað við tókum mikið út.“

Félagarnir redduðu sér þó úr þessu.

„Þetta endaði þannig að við komum okkur í Uber og fórum heim.

Daginn eftir hvarf þessi peningur á mettíma. Þetta var oftast þannig,“ segir Adam léttur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur Ingi um fyrstu dagana í starfi: „Ég finn að það er mikil samstaða“

Ólafur Ingi um fyrstu dagana í starfi: „Ég finn að það er mikil samstaða“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Höskuldur segir tíðindin af brottrekstri Halldórs hafa verið létt sjokk – „Fyrir utan að vera frábær þjálfari er hann geggjaður gaur“

Höskuldur segir tíðindin af brottrekstri Halldórs hafa verið létt sjokk – „Fyrir utan að vera frábær þjálfari er hann geggjaður gaur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig
433Sport
Í gær

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“

Stefán varpar fram kenningu um furðulega tímasetningu á brottrekstri Halldórs – „Og þá er ákvörðunin tekin“
433Sport
Í gær

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki

Aðeins Lamine Yamal og Ansu Fati voru yngri en Viktor Bjarki