Telgraph segir frá því að Manchester United hafi hingað til ekki svarað ákalli um að setja Antony í bann hjá félaginu en félagið er með mál hans til skoðunar.
Góðgerðarsamtök hafa haft samband við félagð undanfarna daga en United hefur ekki viljað setja leikmanninn í bann.
Í gær var greint frá því að lögreglan í Manchester væri farin að skoða grófar ásakanir á hendur Antony. Fyrrum unnusta hans hefur lagt fram kæru í Brasilíu, heimalandi þeirra.
„Manchester United veit af ásökunum á hendur Antony og bendir á að lögreglan er að rannsaka málið,“ segir í yfirlýsingu félagsins.
„Þar til meira kemur í ljós mun félagið ekki tjá sig frekar. Sem félag lítum við málið alvarlegum augum og höfum í huga áhrifin sem ásakanirnar og fréttaflutningur af þeim mun hafa á þá sem hafa þolað ofbeldi.“
#MUFC have resisted call from charities to suspend Antony in wake of allegations he assaulted a former girlfriend. Club say treating matter "seriously"/"considering impact" of allegations on survivors of abuse. PFA in at Utd today. Antony denies wrongdoing https://t.co/Lq2ZkydwVC
— James Ducker (@TelegraphDucker) September 6, 2023