Manchester United hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar ásakana á hendur leikmanni félagsins, Antony.
Í gær var greint frá því að lögreglan í Manchester væri farin að skoða grófar ásakanir á hendur Antony. Fyrrum unnusta hans hefur lagt fram kæru í Brasilíu, heimalandi þeirra.
Meira
Lögregla í Manchester hefur rannsókn eftir að þessar myndir birtust í gær
Meint ofbeldi á að hafa átt sér stað í Manchester og því skoðar lögreglan þar í borg málið.
Sjálfur hafnar Antony öllum ásökunum.
„Manchester United veit af ásökunum á hendur Antony og bendir á að lögreglan er að rannsaka málið,“ segir í yfirlýsingu félagsins.
„Þar til meira kemur í ljós mun félagið ekki tjá sig frekar. Sem félag lítum við málið alvarlegum augum og höfum í huga áhrifin sem ásakanirnar og fréttaflutningur af þeim mun hafa á þá sem hafa þolað ofbeldi.“
Gabriella Cavallin sem er nú fyrrum unnusta Antony segist hafa óttast um líf sitt þegar hann á að hafa lagt á hanar hendur. Segja fjölmiðlar að um sé að ræða fjögur skipti sem hún sakar Antony um ofbeldi.
Kantmaðurinn hefur til að mynda verið settur til hliðar hjá brasilíska landsliðinu vegna málsins.