Manchester City er sagt hafa augastað á Evan Ferguson framherja Brighton.
Ferguson er einn mest spennandi leikmaður heims um þessar mundir. Hann hefur farið á kostum það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni og skoraði hann þrennu um helgina gegn Newcastle.
Framherjinn spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Brighton í febrúar 2022 og hefur alls spilað 24 aðalliðsleiki.
Samningur Ferguson við Brighton rennur ekki út fyrr en 2028 og ljóst að hann yrði rándýr.
Brighton er þá afar gott í að selja leikmenn, eins og sést hefur í undanförnum félagaskiptagluggum.