Chelsea er í formlegum viðræðum við Riyadh Air, flugvélagið í Sádí Arabíu um að gerast stærsti styrktaraðili félagsins. Athletic segir frá.
Chelsea er ekki með neina auglýsingu framan á treyju sinni og leitar af samstarfsaðila.
Forráðamenn Riyadh Air voru mættir á síðasta heimaleik Chelsea þar sem viðræður um samstarfið áttu sér stað.
Chelsea vill fá um 60 milljónir punda fyrir þann aðila sem fer framan á treyjur félagsins.
Riyadh Air er í eigu ríksins í Sádí Arabíu en landið er að í stórsókn þegar kemur að fótbolta hefur fengið marga öfluga leikmenn til að spila þar í landi.
Þá eru Sádarnir eigendur Newcastle og halda áfram að dæla peningum inn í íþróttina.