Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sér David Raya sem framtíðarmarkvörð sinn. Mirror segir frá þessu.
Raya var fenginn til Arsenal á láni frá Brentford með möguleika á að kaupa hann fyrir 30 milljónir punda næsta sumar.
Skiptin vöktu athygli þar sem Aaron Ramsdale er aðalmarkvörður Arsenal og var talið að hann myndi eigna sér stöðuna næstu árin.
Mirror segir að Raya fái hins vegar sitt fyrsta tækifæri hjá Arsenal gegn Brentford í deildabikarnum undir lok mánaðarins. Þó Spánverjinn sé á láni frá Brentford má hann spila gegn þeim í deildabikarnum ef félagið gefur leyfi fyrir því.
Þá heldur Mirror því sem fyrr segir að mönnum innan herbúða Arsenal þyki æ líklegra að Arteta sjái Raya sem framtíðarmarkvörð sinn.
Það er auðvitað mikið áhyggjuefni fyrir Ramsdale.