Miðjumaðurinn Jorginho mun halda kyrru fyrir hjá Arsenal þrátt fyrir að hafa verið orðaður við tyrknesku deildina. Umboðsmaður hans staðfestir þetta.
Jorginho, sem er 31 árs gamall, gekk í raðir Arsenal frá Chelsea í janúar á þessu ári. Hann er ekki í stóru hlutverki undir stjórn Mikel Arteta en kemur þó reglulega við sögu.
Í vikunni var sagt frá því að Fenerbahce í Tyrklandi vildi fá Jorginho til liðs við sig en umboðsmaður hans Joao Santos segir hann ekki á leið frá Arsenal.
„Jorginho er einbeittur á Arsenal, á baráttuna um Englandsmeistaratitilinn og Meistaradeildina,“ segir Santos.