Ronald Koeman þjálfari hollenska landsliðsins eru verulega óhress með Ryan Gravenberch sem neitaði að mæta í verkefni hjá U21 árs landsliði Hollands.
Gravenberch sem oft hefur verið í A-landsliðinu hefur lítið spilað undanfarið og var því settur í U21 árs liðið.
Gravenberch var seldur frá FC Bayern til Liverpool á lokadegi félagaskiptagluggans og vlidi frekar æfa hjá Liverpool næstu daga.
Koeman hefur látið hollenska fjölmiðla vita að hann sé mjög ósáttur með þetta og Michael Reiziger þjálfari U21 árs liðsins er það líka.
„Þetta er ekki góð ákvörðun, ég hef látið hann vita af því. Þetta er ekki gott,“ segir Michael Reiziger.
„Að vera í landsliðinu snýst um að vera með hjartað í það, ekki hausinn. Þú verður að vilja vera hérna. Hann tekur þá ákvörðun að vera áfram hjá Liverpool, hann er drengur góður en þetta var röng ákvörðun.“