Jordan Henderson segist hafa farið frá Liverpool þar sem að á engum tímapunkti hafi neinn frá félaginu beðið hann um að vera áfram.
Al Ettifaq í Sádí Arabíu krækti í Henderson í sumar frá Liverpool en hann segist ekki endilega hafa viljað fara þangað.
Hann segir að Jurgen Klopp eða eigendur Liverpool hafi aldrei rætt það við sig að vera áfram.
„Ef Klopp eða eigendur félagsins hefðu komið til mín og sagt að þeir vildu hafa mig áfram, þá værum við ekki að ræða um þetta í dag,“ segir Henderson.
Hann segist ekki hafa farið til Al Ettifaq af því að þar þénar hann 700 þúsund pund á viku og er einn launahæsti leikmaður í heimi.
„Ég er ekki að segja að mér hafi verið ýtt út úr félaginu en á engum tímapunkti fann ég að einhver vildi halda mér hjá félaginu.“
Jordan Henderson tells @TheAthleticFC: “If one of those people (Klopp or FSG) said to me, ‘Now we want you to stay’, then we wouldn’t be having this conversation”. 🔴🇸🇦
“That’s not to say that they forced me out of the club, but at no point did I feel wanted by anyone to stay”. pic.twitter.com/SHkL6Ec5qX
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 5, 2023