Jadon Sancho virðist vera úti í kuldanum hjá Erik ten Hag, stjóra Manchester United.
Hollenski stjórinn sagði í gær að Sancho hafi ekki verið valinn í leikmannahóp United fyrir tapið gegn Arsenal í gær vegna frammistöðu hans á æfingum.
Sancho svaraði Ten Hag hins vegar.
„Geriði það ekki trúa öllu sem þið lesið. Ég mun ekki leyfa fólki að komast upp með lygar. Ég hef staðið mig prýðilega á æfingum í vikunni,“ sagði hann meðal annars í yfirlýsingu.
„Ég hef verið gerður að blóraböggli í langan tíma og það er ekki sanngjarnt.“
United goðsögnin Rio Ferdinand tjáði sig í dag um málið.
„Jadon færi aldrei að gefa út svona yfirlýsingu nema honum finndist hann hafa staðið sig vel á æfingum,“ sagði Ferdinand.
„Samkvæmt honum hefur hann örugglega staðið sig ágætlega á æfingum en stjórinn er ekki með sömu staðla. Það eru tvær hliðar á þessu.
Nú er aðeins einn gluggi opinn og það er í Sádí. Það eða þú sest á bekkinn eða verður utan hóps út tímabilið.“