Eins og flestir vita gekk Mason Greenwood í raðir Getafe á láni frá Manchester United á lokadegi félagaskiptagluggans. Það hefði getað farið svo að hann yrði áfram í ensku úrvalsdeildinni en því var hafnað.
Greenwood hefur ekki spilað fótbolta í eitt og hálft ár en mál gegn honum var látið niður falla í vetur.
Nú er hann hins vegar að mæta aftur á völlinn með Getafe.
The Athletic segir frá því að umboðsmenn Grenwood hafi hringt hingað og þangað til að reyna að finna félag fyrir Greenwood eftir að ekkert varð af skiptum kappans til Lazio.
Brentford var þar á meðal en sögðu menn þar nei við að fá Greenwood. Það sama má segja um Dortmund, AC Milan og Roma.
Klásúla er í lánssamningi Greenwood að Getafe geti slitið samstarfinu í janúar sé þess óskað.