Nicolas Pepe er loks að yfirgefa Arsenal og halda til Tyrklands. L’Equipe segir frá.
Pepe gekk í raðir Arsenal á 72 milljónir punda sumarið 2019 en hefur engan veginn staðið undir væntingum.
Kappinn var á láni hjá Nice í Frakklandi á síðustu leiktíð en á ekki afturkvæmt í lið Arsenal.
L’Equipe heldur því fram að Pepe hafi þegar gengist undir læknisskoðun hjá tyrkneska félaginu Besiktas.
Þó glugginn í helstu deildum Evrópu sé lokaður er hann opinn til 15. september í Tyrklandi.
Talið er að Arsenal muni hleypa Pepe frítt frá sér til að losna við hann af launaskrá.