Kun Aguero fyrrum framherji Manchester City er einhleypur í dag eftir að hafa ákveðiðað hætta með Sofia Calzetti.
Calzetti er talsvert yngri en Aguero en þau hafa verið í sambandi í fjögur ár.
Myndband af Calzetti þar sem hún virtist vera að kyssa annan mann á skemmtistað, fór í dreifingu á dögunum.
Hún þvertekur fyrir að hafa kysst þann mann og segir það ekki hafa neitt með sambandsslit þeirra að gera. „Það er allt í góðu, við ræðum saman. Margt af því sem hefur verið sagt er ekki satt,“ segir Calzetti.
„Ég er ekki í sambandi með neinum, ég elska Aguero sem persónu og ber mikla virðingu fyrir honum. Við hættum saman vegna vandamála í okkar í sambandi.“
Aguero er 35 ára gamall en hann þurfti að hætta í fótbolta fyrir um tveimur árum þegar hjartagalli kom í ljós hjá honum.