Forráðamenn knattspyrnusambands Brasilíu hafa ákveðið að taka Antony út úr landsliðshópnum sem kom saman í dag.
Ástæðan eru alvarlegar ásakanir frá fyrrum unnustu hans um gróft ofbeldi í sambandi þeirra. Málið er á borði lögreglu.
Í yfirlýsingu segist sambandið vilja vernda meint fórnarlamb, leikmanninn sjálfan og landsliðið.
Brazilian federation official statement on Antony dropped after investigation 🇧🇷
“In order to safeguard the alleged victim, the player, the Brazilian national team and the CBF, the organization informs that Antony has been removed from the Brazilian national team”. pic.twitter.com/5SYBSgGGDq
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 4, 2023
Antony hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni og hafnar þar öllum þeim ásökunum sem hann hefur setið undir.
Gabriella Cavallin sem er nú fyrrum unnusta Antony segist hafa óttast um líf sitt þegar hann á að hafa lagt á hanar hendur. Cavallin fór til lögreglunnar og segir að Antony hafi beitt sig líkamlegu ofbeldi. Segja fjölmiðlar að um sé að ræða fjögur skipti sem hún sakar Antony um ofbeldi.
Segir í fréttum í Brasilíu að Cavallin hafi farið með myndir af meintum áverkum til lögreglunnar og samskipti þeirra á milli. Nú hafa myndirnar birst á veraldarvefnum
Konan hefur ítrekað sætt við lögregluna í Sao Paulo sem er nú að rannsaka málið. „Hann sagði að ég yrði bara með honum, að ég yrði ekki með neinum öðrum,“ segir Cavallin.
„Hann sagði að ég og sonur okkar myndum deyja, ég tjáði honum að ég væri aftur ófrísk. Að ég væri hrædd,“ segir Cavalin.
Á myndunum má sjá skurð á hausnum á Cavallin og meiðsli á fingrum en Antony heldur áfram að halda fram sakleysi sínu.