Jose Bordalas, stjóri Getafe, hefur tjáð sig um um umdeildustu félagaskipti sumargluggans en Mason Greenwood er mættur til félagsins.
Greenwood hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í janúar 2022 en hann var þá handtekinn grunaður um kynferðisofbeldi gegn kærustu sinni.
Greenwood var í kjölfarið ákærður en þær voru að lokum dregnar til baka og er Englendingurinn frjáls ferða sinna.
Hann er í eigu Manchester United en Getafe fékk leikmanninn lánaðan á lokadegi gluggans á dögunum.
Um er að ræða skipti sem margir styðja ekki en Greenwood er aðeins 21 árs gamall og var um tíma einn allra efnilegasti leikmaður Englands.
,,Staðan er mjög viðkvæm, allir vita hvað átti sér stað og við höndluðum þetta vandlega. Augljóslega getum við bara talað um fótbolta hér,“ sagði Bordalas.
,,Allir vita það að hann var ekki fundinn sekur, hann er frjáls maður og er fótboltamaður með mikla hæfileika. Hann kemur til Getafe metnaðarfullur og við munum hjálpa honum í að komast í sitt besta stand.“