Graeme Souness, goðsögn Liverpool, telur að Mohamed Salah vilji komast til Sádi Arabíu áður en glugganum þar í landi verður lokað.
Það er búið að loka glugganum í Evrópu en lið í Sádi geta enn fengið til sín leikmenn þar til 20. september.
Al Ittihad hefur sterklega verið orðað við Salah og er sagt tilbúið að borga um 150 milljónir punda fyrir Egyptann.
Liverpool hefur engan áhuga á að losa Salah í þessum glugga en Souness telur að sóknarmaðurinn sé sterklega að íhuga sína stöðu.
,,Salah er að tala við lið í Sádí Arabíu. Hann né nokkur maður sem vinnur fyrir hann hefur tjáð sig opinberlega um að hann vilji ekki fara til landsins,“ sagði Souness.
,,Ef hann hefði áhuga á því að vera áfram væri búið að segja það opinberlega. Hann er að íhuga hugmyndina og ég held að innst inni þá vilji hann klára þessi skipti.“