Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, hefur svarað fyrir sig eftir ummæli Erik ten Hag.
Ten Hag er stjóri Man Utd og gaf það út í dag að Sancho væri ekki valinn í hóp gegn Arsenal vegna hegðun hans á æfingasvæðinu.
Ten Hag ku vera ósáttur með frammistöðu og viðhorf Sancho sem tekur það ekki í mál.
,,Geriði það ekki trúa öllu sem þið lesið. Ég mun ekki leyfa fólki að komast upp með lygar. Ég hef staðið mig prýðilega á æfingum í vikunni,“ sagði Sancho á meðal annars.
,,Ég hef verið sökudólgurinn í langan tíma og það er ekki sanngjarnt.“
Jadon Sancho statement after Erik ten Hag’s quotes 🚨🔴⤵️ #MUFC pic.twitter.com/CpvGBXLQdi
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 3, 2023