Arsenal vann Manchester United 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir dramatík undir lok leiks.
Staðan var lengi vel 1-1 en í uppbótartíma skoraði Declan Rice fyrir heimaliðið og ætlaði að tryggja þrjú stig.
Arsenal bætti svo við öðru marki ekki löngu seinna er Gabriel Jesus skoraði og 3-1 lokatölur á Emirates.
Margir stuðningsmenn Man Utd eru öskuillir eftir að mark Alejandro Garnacho var dæmt af vegna rangstöðu í seinni hálfleik.
Fjölmargir vilja meina að VAR hafi tekið ranga ákvörðun en dæmi nú hver fyrir sig.
Hojlund to Casemiro to Garnacho
This was never an offside. pic.twitter.com/kUXUzCxQiZ
— Pryde (@utdmotion) September 3, 2023