Arsenal 3 – 1 Manchester United
0-1 Marcus Rashford(’27)
1-1 Martin Ödegaard(’28)
2-1 Declan Rice(’96)
3-1 Gabriel Jesus(‘102)
Lokaleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en leikið var á Emirates vellinum í London.
Þar áttust við tvö stórlið en Arsenal tók á móti Manchester United þar sem fjögur mörk voru skoruð.
Gestirnir byrjuðu vel og komust yfir á 27. mínútu en staðan var ekki lengi að breytast því mínútu síðar jafnaði Martin Ödegaard fyrir heimamenn.
Það var hart barist í seinni hálfleik en lengi leit út fyrir að jafntefli yrði niðurstaðan að þessu sinni.
Það breyttist á 96. mínútu í uppbótartíma er Declan Rice skoraði eftir hornspyrnu til að tryggja heimamönnum sigurinn.
Mikil dramatík undir lok leiks en Arsenal bætti svo við öðru marki stuttu seinna og hafði betur að lokum, 3-1.