fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið sem fékk marga til að tárast – Kveður eftir mörg ár hjá félaginu

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. september 2023 18:00

Callum Hudson-Odoi (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Callum Hudson-Odoi hefur yfirgefið Chelsea en hann gerði samning við Nottingham Forest á lokadegi gluggans í gær.

Um er að ræða uppalinn strák hjá Chelsea sem náði því afreki að spila fyrir aðallið félagsins.

Tækifærin voru þó af skornum skammti en Englendingurinn var lánaður til Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð og stóðst ekki væntingar þar.

Chelsea taldi best að selja Hudson-Odoi í þessum glugga en Forest borgar fimm milljónir punda fyrir vængmanninn.

Það voru margir sem táruðust yfir kveðjumyndbandi leikmannsins en hann birti það á Instagram og sendi stuðningsmönnum Chelsea skilaboð.

Þar þakkaði Hudson-Odoi mörgum stuðningsmönnum fyrir að styðja við bakið á sér í langan tíma og í myndbandinu má sjá hann spila fyrir unglingalið Chelsea.

,,Það er kominn tími fyrir mig að kveðja Chelsea. Í langan tíma hefur Chelsea verið mitt heimili og á mínum bestu yngri árum klæddist ég treyju félagsins. Mínar bestu minningar verða alltaf að spila fyrir framan ykkur á Brúnni,“ skrifaði leikmaðurinn meðal annars en myndbandið má sjá hér.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Callum Hudson-Odoi (@calteck10)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina