fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Allt fór í bál og brand undir restina – Tottenham sendi tölvupóst á Kane og bannaði honum að mæta á æfingasvæðið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virtist allt í góðu á milli Tottenham og Harry Kane þegar félagið samþykkt tilboð frá FC Bayern í fyrirliða sinn, Kane skrifaði undir hjá Bayern í ágúst.

Telegraph segir hins vegar frá því að félagið hafi farið í hart við Kane þegar allt var að ganga í gegn.

Þannig var Kane bannað að mæta á æfingasvæði félagsins til að kveðja liðsfélaga sína og starfsmenn félagsins til margra ára.

Félagið sendi honum tölvupóst þar sem sagt var að hann væri ekki velkomin á svæðið, félaginu þótti það ekki viðeigandi þar sem hann væri á förum.

Dót sem Kane átti á æfingasvæðinu var sent heim til hans, félagið vildi ekki sjá hann á svæðinu.

Fjölskyldan átti svo sína svítu á heimavelli Tottenham en þangað var fólki í kringum Kane ekki hleypt inn til að sækja hluti sem voru í eigu hennar.

Kane vildi ólmur fara til Bayern þar sem hann telur sig eiga miklu meiri möguleika á því að vinna stóra titla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum