Timothy Castagne er genginn í raðir Fulham frá Leicester. Þetta var staðfest í dag og greiðir Fulham um 15 milljónir punda fyrir hann.
Belginn hefur verið hjá Leicester undanfarin þrjú ár og verið fastamaður í ensku úrvalsdeildinni.
Leicester féll hins vegar í B-deildinni í vor um mun bakvörðurinn ekki taka slaginn þar.
Hinn 27 ára gamli Castagne skrifar undir fjögurra ára samning við Fulham með möguleika á árs framlengingu.
Frá fallinu í vor hefur Leicester einnig misst menn á borð við James Maddison, Harvey Barnes og Youri Tielemans.
Welcome to Fulham, @CastagneTim! ✍️
— Fulham Football Club (@FulhamFC) August 29, 2023