Harry Kane fer afar vel af stað í búningi Bayern Munchen eftir komu sína þangað fyrr í sumar frá Tottenham. Hann jafnaði 20 ára gamalt met í sínum öðrum deildarleik um helgina.
Eins og allir vita var Kane keyptur til Bayern frá Tottenham á yfir 100 milljónir í sumar.
Hann skoraði tvö marka Bayern í 3-1 sigri á Augburg um helgina en þetta var þriðja mark hans í tveimur deildarleikjum.
Aðeins tveir leikmenn hafa náð því að skora þrisvar í fyrstu tveimur leikjum sínum fyrir Bayern. Enskir miðlar vekja athygli á þessu.
Gustav Jung gerði slíkt hið sama árið 1967 og Adolfo Valencia árið 1993.