fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Flosi neitar að tjá sig um umdeilt athæfi Blika í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 28. ágúst 2023 11:03

Flosi Eiríksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, vildi ekki tjá sig um það athæfi Blika í gær að mæta með seinni skipunum í Fossvoginn fyrir leik gegn Víkingi í Bestu deild karla og að skila inn leikskýrslu aðeins um hálftíma fyrir leik.

Mikið fjaðrafok var í kringum leik Víkings og Breiðabliks sem fyrrnefnda liðið vann 5-3 í gær. Blikar vildu fá leiknum frestað í ljósi þess að liðið er í miðju einvígi um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Kópavogsliðið vann fyrri leikinn gegn Struga í Norður-Makedóníu á fimmtudag 0-1 og mætir þeim hér heima í seinni leiknum næstkomandi fimmtudag.

Víkingur var ekki til í að spila leikinn í landsleikjahléi og hendur KSÍ voru bundnar þar sem ekki var hægt að finna nýjan leikdag.

Blikar eru klárlega bálreiðir yfir því að leiknum hafi ekki verið frestað. Liðið mætti ekki í Fossvoginn fyrr en um hálftíma fyrir leik í gær og leikskýrslan barst seint.

Flosi var þó ekki til í að tjá sig um málið þegar 433.is leitaði eftir því í dag. Segir hann Blika komna með hugann við leikinn mikilvæga gegn Struga á fimmtudag og að hann líti svo á að málinu sé nú lokið.

Stuðningsmenn Blika hafa látið hressilega í sér heyra á samfélagsmiðlum og beinist reiði þeirra aðallega að KSÍ fyrir að finna ekki nýjan leikdag.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi málið stuttlega við 433.is í morgunsárið.

„Það voru allir möguleikar skoðaðir en það var ekki hægt að finna nýjan leikdag.“

Klara skilur pirring Blika og undir öðrum kringumstæðum hefði verið hægt að koma til móts við þá.

„Ég skil það og auðvitað hefðum við viljað hjálpa en það var ekki hægt að færa leikinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar