Nuno Espirito Santo, stjóri Al Ittihad, hefur harðneitað þeim sögusögnum að hans samband við Karim Benzema sé slæmt.
Fjallað var um það á dögunum að Nuno og Benzema næðu ekki vel saman en þeir eru að vinna saman í fyrsta sinn.
Benzema hefur byrjað tímabilið í Sádi Arabíu vel en hann kom til félagsins frá Real Madrid í sumar.
Nuno segir að fjölmiðlar séu að bulla þegar kemur að sambandi þeirra og að hann treysti algjörlega á franska landsliðsmanninn.
,,Það er eitt sem ég vil koma á hreint. Ég hef lesið í fjölmiðlum að samband mitt við Karim sé ekki gott. Þeir sem þekkja mig vita að það er algjört kjaftæði,“ sagði Nuno.
,,Samband mitt við alla leikmenn er gott. Samband okkar er sterkt og við erum ekki ósáttir með neinn leikmann. Við erum ánægðir með að hafa Karim hér í okkar liði.“