fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Óskar útskýrir hegðun Blika í kvöld og skaut föstum skotum að Víkingum – ,,Þeir hafa unnið eitt einvígi á þremur árum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 19:21

Óskar Hrafn Þorvaldsson. fréttablaðið/valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fer fram stórleikur í Bestu deild karla í kvöld er Breiðablik heimsækir Víking Reykjavík í lokaleik helgarinnar.

Breiðablik reyndi að fresta þessum leik en fékk höfnun frá KSÍ en liðið er í Evrópukeppni og á leik í næstu viku gegn FC Struga.

Það tók Blika langan tíma að mæta til leiks á Víkingsvelli og var byrjunarlið liðsins ekki birt fyrr en um 30 mínútum eftir að lið Víkings var birt.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, tjáði sig við Stöð 2 Sport áður en flautað var til leiks.

,,Við ákváðum að undirbúa okkur á Kópavogsvelli því það er stutt síðan við komum frá Makedóníu og töldum nauðsynlegt að eyða tíma þar,“ sagði Óskar.

,,Við reyndum að fá þessum leik frestað en við fengum ekki skilning frá KSÍ og það bar fyrir sig óþægindi fyrir önnur lið.“

,,Víkingur vildi ekki spila í landsleikjahlénu, bæði lið missa leikmenn. Þeirra leikmenn í færeyska landsliðið og okkar leikmenn í U21 landsliðið en þeir vildu ekki spila.“

,,Ekkert mál og ég verð aðs bera virðingu fyrir því. Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í, þeir hafa unnið eitt einvígi á þremur árum í Evrópu og ég hef fullan skilning á því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Barnaperri dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga karlmanni

Barnaperri dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga karlmanni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar