Jóhann Berg Guðmundsson nýtti tækifærið í dag er hann lék með Burnley gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.
Jóhann Berg kom inná sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og var ekki lengi að leggja upp mark fyrir heimamenn.
Því miður var staðan 2-0 fyrir Villa á þeim tímapunkti og bætti liðið síðar við þriðja markinu.
Burnley tapaði þarna sínum öðrum leik í röð og ljóst að byrjun liðsins í úrvalsdeildinni er ansi erfið.
Á sama tíma unnu meistararnir í Manchester City sigur á Sheffield United en hann var heldur betur tæpur.
Rodri tryggði Man City sigurinn með marki á 88. mínútu en fyrir það hafði Erling Haaland bæði skorað og klikkað á vítaspyrnu.