Bayern Munchen er búið að finna arftaka Benjamin Pavard sem er á leið til Inter Milan á næstu dögum.
Pavard er búinn að biðja um sölu sem fyrst og mun Inter kaupa leikmanninn á um 30 milljónir evra.
Leikmaðurinn sem tekur hans pláss er Trevoh Chalobah en hann er varnarmaður Chelsea.
Chalobah hefur alls byrjað 35 leiki fyrir Chelsea og þekkir stjóra Bayern vel, Thomas Tuchel, en þeir unnu saman hjá enska félaginu.
Tuchel var sá sem gaf Chalobah sinn fyrsta deildarleik hjá Chelsea og er afar hrifinn af Englendingnum.