Það átti sér stað umdeilt atvik í leik ÍA og Selfoss í Lengjudeild karla í kvöld.
ÍA vann leikinn 1-0 en þegar um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma var Arnleifur Hjörleifsson í liði Skagamanna rekinn af velli eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap.
Hann fór niður í teignum eftir viðskipti við Adrian Sanchez.
Margir héldu að Pétur Guðmundsson dómari væri að fara að benda á punktinn en þess í stað sendi hann Arnleif í sturtu við litla hrifingu Skagamanna.
Þetta kom ekki að sök því ÍA vann leikinn 1-0. Sigurmarkið gerði Hlynur Sævar Jónsson.
Myndband af atvikinu er hér að neðan.