fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Segir kjaftasögurnar um Benzema tóma þvælu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. ágúst 2023 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nuno Espirito Santo þjálfari Al Ittihad í Sádí Arabíu segir það af og frá að samband hans við Karim Benzema sé slæmt og að framherjinn vilji fara.

Al Ittihad krækti í Benzema í sumar en í vikunni hafa borist sögur um að framherjinn frá Frakklandi sé ósáttur.

Var hann sagður ósáttur með stjórann og þá staðreynd að hafa ekki verið gerður að fyrirliða.

„Ég les í fjölmiðlum að samband mitt við Karim Benzema sé ekki gott, allir sem þekkja mig vita að þetta er tóm steypa,“ segir Nuno en Benzema skoraði sitt fyrsta mark fyrir Al Ittihad í gær.

„Samband mitt við alla leikmennina er gott, við erum með sterkan hóp sem er ánægður saman. Við erum mjög glaðir að hafa Karim með okkur.“

„Karim er ánægður innan vallar, hann elskar að spila fyrir Al Ittihad. Við erum mjög samheldin hópur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina