Chelsea vann þægilegan sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Chelsea var aðeins með 1 stig eftir tvo leiki fyrir kvöldið í kvöld en Raheem Sterling kom þeim yfir á 17. mínútu með flottu marki.
Það tók Chelsea tíma að finna annað markið en þar var Sterling aftur að verki um miðjan seinni hálfleikinn. Nicolas Jackson innsiglaði svo 3-0 sigur heimamanna á 75. mínútu.
Chelsea er nú með fjögur stig en Luton er enn án stiga. Síðarnefnda liðið hefur þó aðeins spilað tvo leiki.