fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Fjaðrafok á bak við tjöldin – Stjórinn segist aldrei hafa viljað fá Benzema

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 10:30

Karim Benzema

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er drama á bak við tjöldin hjá sádiarabíska félaginu Al Ittihad. Ósætti er á milli stjórans Nuno Espirito Santo og stjörnuleikmannsins Karim Benzema.

Benzema gekk í raðir Al Ittihad eftir glæstan 14 ára feril með Real Madrid í sumar. Hann skrifaði unidr þriggja ára risasamning.

Sádiarabíski miðillinn Al-Sharq Al-Awsat segir hins vegar að Nuno hafi nú tilkynnt stjórn Al Ittihad að hann eigi erfitt með að vinna með Benzema þar sem hann passi ekki inn í hugmyndafræði hans. Þá segir sagan að Nuno hafi aldrei beðið um að fá Benzema til liðs við sig.

Benzema er þá sagður ósáttur með ófagmannlega hegðun Nuno. Samkvæmt fréttum gæti það farið svo að Benzema fari þó það sé ólíklegri niðurstaða.

N’Golo Kante, Fabinho og Jota gengu einnig til liðs við Al Ittihad í sumar en sá síðastnefndi er líklega á förum strax.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina