fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Enskir miðlar fjalla um Gylfa og hugsanlegt næsta skref hans

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 20:00

Benitez og Gylfi Þór Sigurðsson störfuðu saman hjá Everton. Mynd/Everton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ensk blöð fjalla í dag um þá staðreynd að Gylfi Þór Sigurðsson sé nálægt því að ganga í raðir Lyngby, sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni. Daily Mail og fleiri stórir miðlar eru þar á meðal.

Fótbolti.net sagði frá því í gær að Gylfi væri mættur til Kaupmannahafnar til að ræða við félagið.

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby en með liðinu leika Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Birgir Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen.

Gylfi sem fagnar brátt 34 ára afmæli sínu hefur ekki spilað fótbolta í tvö ár vegna rannsóknar lögreglunnar í Bretlandi á meintu broti hans, var málið fellt niður vegna þess að engar líkur þóttu taldar á að Gylfi yrði sakfelldur.

Enskir miðlar hafa mikinn áhuga á málefnum Gylfa en þeim er þó meinað að fjalla um rannsókn lögreglu sem átti sér stað. Gylfi hafði æft með Val hér á landi í sumar en virðist nú færast nær danska félaginu.

Gylfi hafði átt í viðræðum við DC United í Bandaríkjunum fyrr í sumar en þær viðræður fóru ekki lengra.

Gylfi Þór lék síðast knattspyrnu með Everton um mitt árið 2021 en síðan þá hefur hann ekki spilað fótbolta, endurkoma hans á völlinn virðist þó nálgast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík
433Sport
Í gær

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Í gær

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló