fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Enskir miðlar fjalla um Gylfa og hugsanlegt næsta skref hans

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 20:00

Benitez og Gylfi Þór Sigurðsson störfuðu saman hjá Everton. Mynd/Everton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ensk blöð fjalla í dag um þá staðreynd að Gylfi Þór Sigurðsson sé nálægt því að ganga í raðir Lyngby, sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni. Daily Mail og fleiri stórir miðlar eru þar á meðal.

Fótbolti.net sagði frá því í gær að Gylfi væri mættur til Kaupmannahafnar til að ræða við félagið.

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby en með liðinu leika Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Birgir Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen.

Gylfi sem fagnar brátt 34 ára afmæli sínu hefur ekki spilað fótbolta í tvö ár vegna rannsóknar lögreglunnar í Bretlandi á meintu broti hans, var málið fellt niður vegna þess að engar líkur þóttu taldar á að Gylfi yrði sakfelldur.

Enskir miðlar hafa mikinn áhuga á málefnum Gylfa en þeim er þó meinað að fjalla um rannsókn lögreglu sem átti sér stað. Gylfi hafði æft með Val hér á landi í sumar en virðist nú færast nær danska félaginu.

Gylfi hafði átt í viðræðum við DC United í Bandaríkjunum fyrr í sumar en þær viðræður fóru ekki lengra.

Gylfi Þór lék síðast knattspyrnu með Everton um mitt árið 2021 en síðan þá hefur hann ekki spilað fótbolta, endurkoma hans á völlinn virðist þó nálgast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum