fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Blikar einu skrefi frá sögulegu afreki eftir frábæran sigur í Norður-Makedóníu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik er einu skrefi frá sögulegu afreki eftir góðan 0-1 sigur á FC Struga frá Norður-Makedóníu í umpili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Það var Höskuldur Gunnlaugsson sem skoraði eina mark Blika í fyrri hálfleik. Höskuldur spólaði sig í gegnum vörn Struga og þrumaði boltanum í netið.

Leikurinn fór ekki fram á heiamvelli Struga en völlurinn sem notaður var, var ekki upp á marga fiska.

Ekki hjálpaði til að mikið rok var í síðari hálfleik sem var beint á mark Blika. Bæði Struga og Blikar fengu færi til að skora í síðari hálfleik en það tókst ekki.

Seinni leikurinn fer fram efitr viku í Kópavogi en þar geta Blikar, fyrstir íslenskra liða tekið skrefið í riðlakeppni Evrópukeppnis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina