Micah Richards, sparkspekingurinn geðþekki á Sky Sports, er enginn aðdáandi Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United.
Fernandes var gerður að fyrirliða United í sumar eftir að Erik ten Hag tók bandið af Harry Maguire. Richards er greinilega efins um þessa ákvörðun.
„Líkamstjáning hans er truflandi fyrir restina af liðinu. Þetta lítur alls ekki vel út,“ segir hann.
„Þetta er aumkunarvert á köflum.“
Manchester United hefur farið illa af stað á leitíðinnni. Liðið vann Wolves 1-0 í fyrsta leik þrátt fyrir skelfilega frammistöðu og tapaði liðið svo gegn Tottenham í síðasta leik.