Gonzalo Montiel er genginn til liðs við Nottingham Forest frá spænska stórliðinu Sevilla.
Forest fær Montiel á láni út þetta tímabil en getur keypt hann á 9,4 milljónir punda næsta sumar.
Montiel átti frábært síðasta tímabil þar sem hann skoraði úr vítinu sem tryggði Argentínu heimsmeistaratitilinn í Katar og gerði slíkt hið sama í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í vor.
Hann er fimmti leikmaðurinn sem Forest fær til sín í sumar á eftir Anthony Elanga, Ola Aina, Matt Turner og Chris Wood, en sá síðarnefndi var hjá Forest á láni á síðustu leiktíð.
Á tímabilinu hingað til hefur Forest unnið einn leik og tapað einum.
Welcome, Gonzalo 🇦🇷 pic.twitter.com/yS4oAHhdGS
— Nottingham Forest (@NFFC) August 23, 2023