Lothar Matthaus fyrrum landsliðsmaður Þýskalands í knattspyrnu segir að FC Bayern hafi borgað alltof mikið fyrir hinn þrítuga, Harry Kane.
Kane kom til Bayern á dögunum fyrir 100 milljónir evra en hann skoraði í sínum fyrsta deildarleik. Ljóst er að Kane styrkir Bayern en Matthaus segir þýska félagið hafa borgað alltof mikið.
„Þeir sem stýra Bayern voru 100 prósent öruggir á því að Kane væri leikmaðurinn,“ sagði Lothar Matthaus.
„Þess vegna fór félagið í það að teygja sig svona langt, þeir hættu ekki að eltast við hann.“
„Tottenham setti upp svikamyllu sem Bayern gekk inn í. Ein milljón í viðbót, önnur milljón og þar fram eftir. Bayern vildi leikmanninn.“