Folarin Balogun framherji Arsenal er klár í að ganga í raðir Chelsea áður en félagaskiptaglugginn lokar.
Þessi 22 ára gamli framherji raðaði inn mörkum í Frakklandi á síðasta ári og er til sölu.
Monaco hefur sýnt áhuga á og Fulham einnig en Arsenal stendur hart á sínu og vill 50 milljónir punda.
Balogun er landsliðsmaður Bandaríkjanna en Chelsea er að leita leiða til að styrkja sóknarleik sinn.
Samkvæmt enskum blöðum er Balogun spenntur fyrir því að taka skrefið til bláa liðsins í Lundúnum.