fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Ásgeir mátti þola ýmislegt ógeðfellt í Eyjum – „Það þyrfti að hengja þig, það ætti að skjóta þig í hausinn“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2023 16:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 15. ágúst 2023, var tekin fyrir skýrsla frá dómara á leik ÍBV og Vals í Bestu deild kvenna sem fram fór þann 29. júlí. Fær ÍBV 100 þúsund krónur í sekt vegna málsins.

„Í leik liðanna á Hásteinsvelli varð aðstoðardómari 1 (AD1), Ásgeir Viktorsson fyrir forkastanlegum ummælum áhorfenda og stuðningsmanna ÍBV er höfðu komið sér fyrir aftan við athafnasvæði hans, þ.e. hliðarlínu leikvallarins sem er nær stúkunni. Það svæði er ekki hluti af áhorfendastúku vallarins og utan þess svæðis sem merkt er áhorfendum,“ segir í úrskurðinum.

Ummælin sem fram komu voru af þeim toga að þau gátu vakið óhug og vanlíðan hjá Ásgeir og áttu ekkert skylt við knattspyrnu. Ásgeir óskaði eftir því við gæslu á vellinum að þeir sem höfðu látið ummælin falla yrðu fjarlægðir eða að minnsta beint upp í áhorfendastúku. Að þeirri ósk varð gæslan ekki og fengu áhorfendurnir því óáreittir að halda hegðun sinni áfram.

Enginn eftirlitsmaður á vegum KSÍ var á leiknum og því berst tilkynningin um þetta atvik til KSÍ með þessum hætti.

Hér að neðan má sjá einhver af þeim ummælum sem AD1 þurfti að sitja undir á meðan að á leik stóð.
– ,,þú ert andskotans hálviti“
– ,,helvítis aumingi“
– ,,þú ert fótboltanum til skammar“
– ,,það er KSÍ til skammar að senda svona hálvita eins og þig“
– ,,þú ættir að hengja þig“
– ,,það þyrfti að hengja þig“
– ,,það ætti að skjóta þig í hausinn“
Í frásögn AD1 kom fram að fleiri ummæli hefðu fallið sem hann gat ekki rifjað upp
nákvæmlega.“

Að virtri greinargerð knattspyrnudeildar ÍBV og öðrum fyrirliggjandi gögnum er það álit nefndarinnar að framkoma áhorfenda í framangreindum leik ÍBV og Vals hafi verið vítaverð og falli undir ákvæði 12.9.d. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Með vísan til framangreinds ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ að sekta knattspyrnudeild ÍBV vegna framkomu áhorfenda í garð dómara í leik liðsins við Val í Bestu deild kvenna. Með tilliti til viðbragða og ráðstafana knattspyrnudeildar ÍBV vegna þeirra atburða sem lýst er í skýrslu eftirlitsmanns, þykir upphæð sektar knattspyrnudeildar ÍBV hæfilega ákveðin kr. 100.000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra
433Sport
Í gær

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“
433Sport
Í gær

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur

Biður hann um að hlusta ekki á allt og einbeita sér að því að spila betur
433Sport
Í gær

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag

Var fyrir tíu árum sem Arteta taldi að þetta myndi skipta miklu máli – Arsenal bestir á Englandi í þessu í dag
433Sport
Í gær

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Í gær

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“