Guðmundur Þórarinsson komst á blað fyrir lið OFI Crete sem mætti Aris Thessaloniki í Grikklandi.
Um var að ræða leik í efstu deild gríska boltanns en Gummi Tóta skoraði annað mark liðsins í 3-2 sigri.
Annað íslenskt mark var sjáanlegt í Svíþjóð er Elfsborg og Mjallby áttust við í efstu deild.
Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði fyrir Elfsborg í 2-0 heimasigri en Hákon Rafn Valdimarsson og Andri Fannar Baldursson léku einnig með liðinu.
Einnig í Svíþjóð kom íslensk stoðsending en Valgeir Lunddal Friðriksson lagði upp fyrir Hacken í 3-2 sigri á Sirius.
Aron Bjarnason og Óli Valur Ómarsson voru í hóp hjá Sirius og spilaði Aron 20 mínútur.