fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Fyrrum eiginkonan segist ennþá vera í áfalli: Varar aðrar konur við – ,,Sá sem ég kynntist er ekki til lengur“

433
Sunnudaginn 20. ágúst 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rita Johal, fyrrum eiginkona Riyad Mahrez telur að Harry Kane sé heppinn að félagaskipti hann til Manchester City hafi ekki gengið upp. Hún segir að félagsskipti Mahrez til Manchester City hafi eyðilagt hjónabandið.

Mahrez gekk til liðs við Manchester City árið 2018 en hann var keyptur fyrir 60 milljónir punda frá Leicester. Kane var á sínum tíma sterklega orðaður við Man City en gekk í raðir Bayern Munchen frá Tottenham í sumar.

Rita segir að félagaskipti Mahrez til Man City á sínum tíma hafi skemmt hjónaband þeirra og fer ítarlega út í málið í samtali við enska miðla.

Mahrez yfirgaf Man City sjálfur í sumar og skrifaði undir hjá Al Ahli í Sádi Arabíu og verður samningsbundinn þar næstu þrjú árin.

„Ég get ekki tjáð mig um líf annarra en félagsskiptin þangað breyttu eiginmanni mínum. Eiginkona Harry Kane er ótrúlega heppin að þetta hafi ekki gengið upp. Fólk ætti að hafa varann á,“ sagði Rita.

„Sá Riyad sem ég kynntist er ekki til lengur. Frægðin steig honum til höfuðs, hann breyttist þegar hann fór til Manchester City. Hann djammar og hagar sér öðruvísi.“

„Hann yfirgaf mig skyndilega og kenndi pressunni um að spila fyrir Manchester City um það. Ég er enn í áfalli og mjög sár yfir því sem hann gerði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki
433Sport
Í gær

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford