fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Baunar á stjörnuna og segir hann ömurlegan á æfingum: Verið einn sá besti í langan tíma – ,,Viðbjóður að horfa á“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 20. ágúst 2023 14:00

Andy Robertson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alex Oxlade-Chamberlain, fyrrum leikmaður Liverpool, er í raun hissa á að fyrrum liðsfélagi sinn, Andy Robertson, sé atvinnumaður í fótbolta.

Oxlade-Chamberlain var lengi í varahlutverki hjá Liverpool en Robertson hefur fest sig í sessi sem einn allra besti vinstri bakvörður úrvalsdeildarinnar.

Þrátt fyrir það er Robertson víst alveg ömurlegur í reitabolta á æfingum og sinnir bæði varnarvinnunni og sóknarvinnunni illa í þeirri æfingu.

Oxlade-Chamberlain talar um einn þann versta sem hann hefur séð á æfingu sem er svo sannarlega ekki mikið hrós.

,,Hann er mögulega sá versti sem ég hef spilað með í reit. Þú horfir á hann æfa, ég skil ekki hvernig hann er svona góður í fótbolta,“ sagði Oxlade-Chamberlain.

,,Það var í raun viðbjóður að horfa á hann og ég mun standa við þessi orð fyrir framan myndavélina.“

,,Ég hika ekki við að nefna þetta við hann og hann mun viðurkenna það, hann er ömurlegur í reitarbolta. Hann hreyfir sig varla og er líklegur í að detta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim taldi aldrei að Ratcliffe væri að fara að reka sig

Amorim taldi aldrei að Ratcliffe væri að fara að reka sig
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra

Slot viðurkennir að hann finni ekki svarið – Lið vita nú um veikleika þeirra