Bayern Munchen vann afar þægilegan sigur á Werder Bremen í fyrsta leik þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.
Harry Kane var að spila sinn fyrsta leik og lagði einmitt upp fyrsta markið á Leroy Sane strax á fjórðu mínútu.
Á 75. mínútu var svo komið að Kane sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Bayern eftir sendingu Alphonso Davies.
Sane bætti svo við þriðja marki Bayern og hinn 18 ára gamli Mathys Tel, sem kom inn á sem varamaður fyrir Kane, innsiglaði 0-4 sigur.
Sterk byrjun Þýskalandsmeistaranna.