fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Valinn leikmaður umferðarinnar eftir magnaða frammistöðu – „Þetta er einhver mesti sigurvegari sumarsins“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 17. ágúst 2023 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafel Victor, leikmaður Njarðvíkur, var valinn leikmaður umferðarinnar í nýjasta þætti Lengjudeildarmarkanna hér á 433.is.

Farið var yfir leiki 17. umferðar í þættinum og í lok þáttar var Rafael Victor valinn bestur í umferðinni eftir að hafa skorað tvö marka Njarðvíkur í gífurlega mikilvægum 2-3 sigri á Selfyssingum í fallbaráttunni.

„Hann var að gera svo mikið meira en að skora þessi tvö mörk. Hann hélt í boltann undir lokin þegar þeir þurftu þess, hann var oft að stinga sér inn fyrir og olli svakalegum usla. Hann var kominn niður að hornfána að verjast í lokin sem ég hef ekki séð frá honum áður,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur þáttarins, um valið.

video
play-sharp-fill

Rafael Victor var nálægt því að fara frá Njarðvíkingum þegar Arnar Hallsson var þjálfari en gengið í endurnýjun lífdaga eftir að Gunnar Heiðar Þorvaldsson tók við.

„Þetta er einhver mesti sigurvegari sumarsins,“ sagði Hrafnkell.

Leikmaður umferðarinnar í Lengjudeildarmörkunum er í boði Slippfélagsins

Horfðu á Lengjudeildarmörkin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth
Hide picture