fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Yfirmaður hjá Manchester United tjáir sig um Greenwood málið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 16. ágúst 2023 11:30

Greenwood og eiginkona hans Harriet Robson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Collette Roche rekstrarstjóri hjá Manchester United segir að félagið muni innan tíðar taka ákvörðun um framtíð Mason Greenwood hjá félaginu.

Greenwood hefur ekki æft eða spilað með United í átján mánuði eftir að unnusta hans sakaði hann um nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi.

Málið var fellt niður fyrr á þessu ári og hefur Manchester United síðan skoðað málið hjá sér. Félagið hefur borgað Greenwood 10 milljónir á viku á meðan málið er í skoðun.

„Við höfum gert ítarlega rannsókn og spurt eins marga og hægt er um hvað gerðist og reynt að skilja meira um málið en það sem lögreglan skoðaði,“ sagði Roche.

„Það er eðlilegt að við ræðum þetta við hluthafa okkar en núna er það hjá okkur að taka ákvörðun. Það er bara okkar ákvörðun.“

Undanfarnar vikur hefur verið talað um að United ætli að gefa Greenwood annað tækifæri hjá félaginu en hann og unnusta hans eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth