Wilfried Zaha var í eldlínunni með nýja liði sínu, Galatasaray, í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær. Þar kom upp skemmtilegt atvik
Zaha gekk í raðir Galatasaray í sumar eftir að hafa verið algjör lykilmaður Crystal Palace í áraraðir. Hann vildi nýja áskorun og fá að spila í Meistaradeildinni.
Liðið mætti einmitt Olimpija Ljubljana í 3. umferð forkeppninnar í gær og vann 1-0 eftir að hafa unnið þægilegan 3-0 sigur í fyrri leiknum.
Zaha kom inn á sem varamaður og eftir afar slæma fyrstu snertingu í eitt skiptið mátti sjá liðsfélaga hans hlæja að honum á bekknum.
Þetta hefur vakið mikla athygli og má sjá hér að neðan.
Icardi and Mertens laughing at Zaha's first touch 💀pic.twitter.com/Doo6UDx3nW
— Troll Football (@TrollFootball) August 15, 2023