fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Leikmönnum kvennaliðsins hótað í kjölfar frétta af máli Greenwood

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. ágúst 2023 17:30

Mason Greenwood / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er útlit fyrir að Mason Greenwood muni snúa aftur í lið Manchester United þó félagið hafi ekki tilkynnt um það formlega.

Greenwood hefur ekki æft eða spilað með United í átján mánuði eftir að unnusta hans sakaði hann um nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi. Málið var fellt niður fyrr á þessu ári og hefur Manchester United síðan skoðað málið hjá sér.

Richard Arnold, stjórnarformaður United, ætlaði sér að taka upp myndband þar sem hann útskýrði fyrir stuðningsmönnum og leikmönnum félagsins að Greenwood væri að snúa aftur.

Félagið ætlaði sér að kynna þetta 4. ágúst en hefur nú seinkað þessu og segir í umfjöllun Athletic að félagið vilji kynna málið betur fyrir styrktaraðilum og helstu hluthöfum. Félagið vill einnig kynna málið betur fyrir kvennaliði félagsins en lykilmenn í liðinu eru að taka þátt í Heimsmeistaramótinu.

Eftir að fréttir þess efnis að United myndi ráðfæra sig við leikmenn kvennaliðsins hafa þær orðið fyrir áreiti á samfélagsmiðlum. Einhverjir stuðningsmenn, sem vilja greinilega sjá Greenwood snúa aftur, hafa gengið svo langt að hóta leikmönnum kvennaliðsins af ótta við að þær hafi áhrif á endurkomu Greenwood.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth